Bylting fyrir íþróttafólk og þá sem vilja ná árangri.

  • Checkmylevel er lítið tæki sem mælir endurheimt eftir æfingar
  • Mælingin er gerð einu sinni á dag og tekur aðeins 30 sekúndur
  • Checkmylevel varar þig við ofþjálfun og hvetur þig áfram ef þú átt meira inni
  • Virkar með öllum helstu Android og iPhone snjallsímum og tengist með Bluetooth

Skoða nánar

FYRIR SNJALLARI ÞJÁLFUN.

 

Betri þjálfun, betri líðan.

Checkmylevel hjálpar þér að skilja þín líkamlegu mörk betur og að koma í veg fyrir ofþjálfun og meiðsli. Checkmylevel tengist Apple eða Android símanum þínum gegn um Bluetooth og skráir niðurstöður í gagnagrunn og veitir þér yfirsýn yfir æfingarnar þínar.
Kostir Checkmylevel fyrir þig eru til dæmis:

Vertu viss um hvort þú eigir að taka meira á því eða minnka æfingarálag. Checkmylevel hjálpar þér að taka upplýsta ákvörðun.

Fáðu sem mest út úr æfingaprógramminu þínu og náðu hámarks árangri í þinni íþrótt.

Þekktu þín líkamlegu mörk betur. Checkmylevel lætur þig vita ef þú ert að nálgast ofþjálfun.

Mæling með Checkmylevel er leiftursnögg og tekur aðeins 30-60 sekúndur.

 

 

Umsagnir notenda

caret-down caret-up caret-left caret-right
Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmethafi í spjótkasti og ólympíufari

„Ég hóf að nota Checkmylevel sumarið 2015 og byrjaði strax að aðlaga æfingar eftir tillögum frá Checkmylevel. Niðurstöður sem ég hef fengið við hverja mælingu hefur verið í takt við það hvernig ég upplifi dagsformið. Á tímabili fékk ég mjög lágar mælingar þegar ég fór of geyst í æfingar. Þá var gott að fá staðfestingu að þetta var ekki aumingjaskapur eða í hausnum á mér og hjálp við að jafna mig aftur. Einnig hefur Checkmylevel hjálpað mér að læra inná hvað taugakerfið mitt er lengi að ná sér alveg eftir t.d þungar lyftingar. Ég er mjög ánægð með Checkmylevel og mun halda áfram að nota það við undirbúning fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016.“

Kristján Ómar Björnsson Knattspyrnu- og styrktarþjálfari

„Ódýr og aðgengileg biomonitor-tækni er framtíðin í þjálfun og álagsstýringu. Eftir að hafa notað það sjálfur í nokkra mánuði þá get ég hiklaust mælt með Checkmylevel fyrir alla hugsandi íþróttamenn og þjálfara.

Sama hvort þú sért ofurmetnaðurfullur íþróttamaður sem ætlar að sigra heiminn á hverri æfingu, latur íþróttamaður sem þarft staðfestingu á því að það sé í lagi að taka virkilega vel á æfingu, eða þjálfari sem vilt ná því besta úr þínum íþróttamönnum með því að að stýra álaginu á vitrænan hátt, þá er Checkmylevel að fara að nýtast þér. Mælingin er hraðvirk og einföld auk þess sem upplýsingarnar sem tækið skilar eru settar fram á auðskiljanlegan hátt.“

Fjóla Signý Hannesdóttir Afreksíþróttakona í frjálsíþróttum og dreifingaraðili Checkmylevel á Íslandi

„Ég hef notað Checkmylevel frá apríl 2013 og hefur það hjálpað mér mjög mikið. Fyrst um sinn fór ég ekki eftir tækinu og lenti í ofálagi. Þegar ég fór að fara eftir tækinu tókst mér loksins að byggja mig upp smá saman og koma mér aftur í keppnisform. Það getur verið erfitt að átta sig á þegar maður á að taka því rólega og auðveldara að fara eftir því ef áreiðanlegt tæki "segir" hvað maður ætti að gera í dag. Það er ekki aumingjaskapur eða leti ef maður er þreyttur.“

Svona virkar mæling með Checkmylevel.

Límdu rafskautið á þig.

Tengdu við tækið

Opnaðu Checkmylevel smáforritið

Settu nemann á þumalfingur

Fáðu niðurstöður á fáeinum sekúndum

Náðu forskoti

Prófaðu Checkmylevel í dag

Margir þættir hafa áhrif á hversu reiðubúin/n þú ert fyrir æfingu.

Æfingar

Æfingar stuðla að betri líðan og líkamlegu hreysti, en að þjálfa of mikið getur haft neikvæð áhrif og jafnvel valdið skaða.

Hvíld

Svefn er ein undirstaða þess að árangur náist af æfingum. Mikilvægt er að ná gæðasvefni til að hámarka endurheimt eftir æfingar.

Næring

Góð næring getur aukið líkamlega getu í íþróttum og hefur áhrif á endurheimt eftir æfingar.

Andlegt álag

Andlegt álag er viðbragð sem líkaminn og heilinn beita til að takast á við áskorun eða ógn í umhverfinu.

Hormónar

Hormónakerfi líkamans stuðlar að eðlilegri líkamsstarfsemi en getur haft áhrif á æfingar.

Checkmylevel í fjölmiðlum: